Loforð Atlas

Við munum fylgja þeim stöðlum sem best hafa nýst í öruggri hýsingu. Þar á meðal SOC2, sem tilgreinir bestu verkferla sem þekkjast í hýsingu. Skammt undan er vottunarferli okkar fyrir ISO27001, sem er ennþá víðtækari öryggisstaðall, þar sem upplýsingastjórnunarkerfi er straumlínulagað og áhættumöt eru tryggð.

Vélbúnaður Atlas er hýstur í gagnaveri Borealis á Íslandi sem stenst háar upptímakröfur um Tier 3, t.d. með tvöföldu varaafli og tvöfaldri kælingu. Það gerum við til að tryggja hámarks áreiðanleika og öryggi.

Við setjum upp öryggissetur (e. Security Operations Center) sem vakta kerfi Atlas allan sólarhringinn. Við tryggjum varnir gegn dreifðum árásum (e. Distributed Denial of Service) með tækni Nova, fjarskiptaaðilans okkar. Auk þess munum framkvæma veikleikaprófanir (e. Penetration Testing) á okkar innviðum reglulega.

Sem kerfislega mikilvægur aðili í þjónustu mikilvægra innviða munum við falla undir nýju netöryggislöggöfina NIS2. Til að hlíta henni eru strangar öryggiskröfur um afrit, ferla og stýringu sem við munum vinna í samstarfi við Fjarskiptastofu með sjálfsmati og úttektum á okkar innviðum.

Notendur hafa svo verkfærin til þess að vernda sín kerfi enn frekar með marglaga auðkenningu, stillanlegri dulkóðun gagna, IP aðgangsstýringum og fulla stjórn yfir eigin eldveggjum.

Fylgjast má með stöðu kerfanna okkar hér https://status.runatlas.is

Síðast uppfært: 19. desember 2025