Stafrænt Fullveldi
Búnaður okkar og kerfi og eingöngu hýst á Íslandi. Allir innviðir hlíta íslenskri lögsögu og kröfum um persónuvernd, innlenda hýsingu og viðkvæm gögn. Hýstu þinn hugbúnað með lágri svartíðni á innviðum sem þú getur treyst.
Við tryggjum tæknilegt sjálfstæði Íslands með öruggri og aðgengilegri skýjaþjónustu, alfarið hýsta á Íslandi.
Atlas veitir þér þann sveigjanleika og þá stjórn sem þín tæknideild á skilið
Búnaður okkar og kerfi og eingöngu hýst á Íslandi. Allir innviðir hlíta íslenskri lögsögu og kröfum um persónuvernd, innlenda hýsingu og viðkvæm gögn. Hýstu þinn hugbúnað með lágri svartíðni á innviðum sem þú getur treyst.
Innviðir Atlas eru óháðir sæstrengjum og tengingu okkar við útlönd. Því getum við tryggt aðgengi að þínum gögnum við allar aðstæður.
Við styðjum Infrastructure as Code (IaC) mynstur á borð við Terraform og Ansible. Þannig má stilla upp innviðakerfum nákvæmlega eftir forskrift, án handavinnu eða aðkomu tæknimanna. Stjórnaðu innviðum á þann máta sem þér þykir þægilegast, hvort sem það er viðmót, CLI eða API.
Með mælaborðum geturðu fylgst með notkuninni. Slökktu á umhverfinu á kvöldin eða skalaðu notkun til baka. Þú stjórnar ferðinni.
Skalaðu innviði og þjóna upp og niður eftir þörfum og álagi. Hausverkurinn að giska á vélbúnaðarþörf í viðamiklum tækjakaupum heyrir sögunni til.
Eru þínir innviðir orðnir of háðir stökum birgjum eða erlendum tæknirisum? Auðvelt er að taka sín fyrstu skref á Atlas með yfirgripsmiklum leiðbeiningum og skýrum docs, án bindinga um notkun. Og jafnauðvelt er að stíga út aftur.
Við nýtum þaulreyndar og opnar hugbúnaðarlausnir til að bjóða upp á þær þjónustur sem algengastar eru meðal íslenskra tækniteyma.
Gangsettu sýndarvélar á nokkrum mínútum án aðkomu milliliða. Þú færð fulla stjórn á eldveggjum, net- og öryggisstillingum.
Cluster með lítilli fyrirhöfn. Njóttu allra kosta Kubernetes eins og hraðrar skölunar, sjálfvirkrar viðgerða, og opinna aðgengilegra staðla án þess að þurfa heilt innviðateymi bak við reksturinn.
Notaðu áreiðanlega MySQL, Postgres gagnagrunna sem geta tekið á móti milljónum raða og stækkað sjálfkrafa. Láttu Atlas sjá um sharding, stækkun, afrit og uppfærslur, svo þú getir einbeitt þér að þinni þróun.
Object Store fyrir allar tegundir gagna sem fellur að notkunarmynstri S3 API.
Viltu fylgjast með þróuninni og fá aðgang að prufuumhverfinu? Skráðu þig þá hér fyrir neðan