Atlas - Íslenska skýið

Við tryggjum tæknilegt sjálfstæði Íslands með öruggri og aðgengilegri skýjaþjónustu, alfarið hýstri á Íslandi.

Koma í skýið

Eiginleikar

Atlas veitir tækniteyminu þínu þann sveigjanleika og yfirsýn sem það þarf til að ná árangri.

Stafrænt fullveldi

Allur okkar búnaður og öll okkar kerfi eru eingöngu hýst á Íslandi. Innviðir okkar lúta því að fullu íslenskri lögsögu og uppfylla ströngustu kröfur um persónuvernd og meðferð viðkvæmra gagna. Hýstu hugbúnaðinn þinn með lágri svartíðni á innviðum sem þú getur treyst.

Örugg hýsing

Innviðir Atlas eru óháðir sæstrengjum og öðrum tengingum við útlönd. Þannig tryggjum við aðgengi að þínum kerfum og gögnum við allar aðstæður.

Sjálfsafgreiðsla innviða

Við styðjum `Infrastructure as Code` (IaC) aðferðir á borð við Terraform og Ansible. Þannig getur þú sett upp innviðakerfi nákvæmlega eftir forskrift, án handavinnu eða milligöngu. Stjórnaðu innviðunum þínum eins og þér hentar best – í gegnum vefviðmót, skipanalínu (CLI) eða forritaskil (API).

Greiddu aðeins fyrir notkun

Fylgstu með notkun í rauntíma á mælaborðum. Slökktu á umhverfum að næturlagi eða minnkaðu umsvif þegar lítið er að gera. Þú stjórnar ferðinni.

Skalanleg hýsing

Skalaðu innviði og þjóna upp og niður eftir þörfum og álagi. Ágiskun á vélbúnaðarþörf og dýr tækjakaup heyra sögunni til. Hjá Atlas situr þú hvorki uppi með dýr, vannýtt kerfi né þarft að glíma við takmarkaða afkastagetu.

Bindingar eru fyrir skíði

Eru innviðirnir þínir of háðir einum birgja eða erlendum tæknirisa? Það er einfalt að koma sér af stað á Atlas með aðstoð ítarlegra leiðbeininga og skýrrar skjölunar. Og það er jafn auðvelt að færa sig annað, án skuldbindinga.

Grunneiningarnar í skýinu

Við nýtum þaulreyndar og opnar hugbúnaðarlausnir til að bjóða upp á þær þjónustur sem algengastar eru meðal íslenskra tækniteyma.

Sýndarvélar

Gangsettu sýndarvélar á örfáum mínútum án milliliða. Þú hefur fulla stjórn á eldveggjum, netkerfum og öryggisstillingum.


Kubernetes í stýringu (Managed)

Njóttu allra kosta Kubernetes, eins og hraðvirkrar skölunar, sjálfvirkra viðgerða og opinna staðla, án þess að þurfa heilt innviðateymi. Væntanlegt 2026.


Gagnagrunnar (Managed SQL)

Nýttu þér áreiðanlega MySQL og Postgres gagnagrunna sem ráða við milljónir færslna og skala sjálfvirkt. Láttu Atlas sjá um skölun, afritun, uppfærslur og `sharding`, svo þú getir einbeitt þér að þróuninni. Væntanlegt 2026.


Object Store (S3)

Gagnageymsla fyrir allar tegundir gagna, fullkomlega samhæfð S3 forritaskilinu (API). Væntanlegt innan skamms.


Í samstarfi við

Nova Logo
NOVA
EDIH Logo
EDIH
Borealis Logo
Borealis
KLAK Logo
KLAK
SuperNova Logo
Startup SuperNova
Áhættustjórnun - ATVIK Logo
Áhættustjórnun - ATVIK