Um okkur

Hækkum rána í hýsingu

Við stofnuðum Atlas sumarið 2025 til að bregðast við brýnni tækniþörf á Íslandi í breyttum heimi: verða mín gögn alltaf örugg og aðgengileg mér einum?

Viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa, meðal annars í hraðlinum Startup SuperNova 2025 og fjölmörgum verkefnum með aðilum í íslensku tæknilífi sem deila okkar sýn um örugga framtíð fyrir íslensk gögn, óháða sæstrengjum og tæknirisum.

Teymið okkar

Þórður

Þórður

Framkvæmdastjóri

• ex-AWS hugbúnaðarverkfræðingur

• Sérfræðingur í skýjainnviðum

Kristófer

Kristófer

Tæknistjóri

• DevOps sérfræðingur

• Brennur fyrir háum uppitíma

Pálmar

Pálmar

Innviðasérfræðingur

• Sérfræðingur í netöryggi

• Sérfræðingur í upplýsingaöryggi

Ráðgjafanefnd

Óli

Óli

Doktor í tölfræði, smíðaði álagskerfi m.a. hjá Goldman Sachs.

Erik Figueras Torras

Erik Figueras Torras

Forstjóri Mílu

Sigríður Olgeirsdóttir

Sigríður Olgeirsdóttir

Stofnandi Magnavita og stjórnarformaður Nova

Sigurður Þórarinsson

Sigurður Þórarinsson

Tæknistjóri Landspítalans

Algengar spurningar (FAQ)

Hvaða vanda leysum við?

Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi standa frammi fyrir því að velja að annað hvort að hýsa gögn innanlands eða nýta skalanlega sjálfsafgreiðsluþjónustu í skýi. Atlas leysir þetta með því að bjóða öruggt íslenskt ský sem heldur gögnum innanlands.

Hvenær fariði í loftið?

Við erum þegar farin í loftið! Skráðu þig hér fyrir neðan.

Helstu áfangar hingað til?

  • Byrjuðum í kjölfar Ísland ótengt.
  • Kláruðum Startup SuperNova sumarið 2025.
  • Fórum í loftið í desember 2025.

Hvar er Atlas hýst?

Atlas er hýst hjá Borealis í gagnaveri á Íslandi sem stenst háar upptímakröfur um Tier 3. Það gerum við til að tryggja hámarks áreiðanleika og öryggi.

Má bjóða þér að prófa?

Atlas er komið í loftið.

Koma í skýið